Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær af þeim bestu skoruðu er Portland vann Challenge Cup
Carli Lloyd var á skotskónum fyrir Gotham.
Carli Lloyd var á skotskónum fyrir Gotham.
Mynd: Getty Images
Portland Thorns hafði betur gegn Gotham FC frá New Jersey í úrslitaleik NWSL Challenge Cup um síðastliðna helgi.

Mótið er eins konar undirbúningsmót fyrir deildina í Bandaríkjunum sem hefst í þessum mánuði. Íslendingalið Orlando Pride - með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur innanborðs - hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli.

Portland og Gotham unnu riðlana tvo og mættust því í úrslitaleiknum um síðustu helgi. Það var leyfi fyrir 3800 áhorfendur á leiknum.

Svo fór að Portland vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Portland hafði betur.

Tvær af bestu fótboltakonum sögunnar, Christine Sinclair og Carli Lloyd, skoruðu mörkin í leiknum en hægt er að horfa á leikinn í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner