Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 13. maí 2022 18:00
Victor Pálsson
Ekkert heyrt um að Bayern hafi rætt við Mane - Fundað um annan leikmann
Mynd: Getty Images

Það er mögulega bull að Bayern Munchen sé búið að setja sig í samband við umboðsmenn Sadio Mane, leikmanns Liverpool, eins og ýmsir miðlar hafa fjallað um síðustu vikur.


Þessir orðrómar byrjuðu þann 10. maí er Sky í Þýskalandi greindi frá því að Bayern hafi fundað með umboðsmanni Mane í von um að ná að sannfæra leikmanninn um að koma til félagsins.

Fabrizio Romano er einn allra virtasti blaðamaður heims þegar kemur að félagaskiptum og hefur hann ekkert heyrt og efast um sannleikann í málinu.

Umboðsskrifstofa Mane fundaði hins vegar með Mane en það er sama skrifstofa og vinnur með Konrad Laimer, leikmanni RB Leipzig.

„Ég hef ekki fengið neitt staðfest um viðræður Bayern við Sadio Mane. Ég hef reynt að finna út úr þessu en ég hef ekki fengið neitt staðfest," sagði Romano.

„Ég held að þessir orðrómar hafi byrjað því Bayern hitti umboðsskrifstofu Mane. Í síðustu viku var haldinn fundur vegna Konrad Laimer sem er leikmaður RB Leipzig og er á óskalista Bayern en sá fundur var ekki um Mane."


Athugasemdir
banner
banner