Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. maí 2022 18:10
Victor Pálsson
Mál Arons Einars og Eggerts fellt niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál tengt knattspyrnumönnunum tveimur Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar.


Þetta hefur lögmaður Arons Einars, Einar Oddur Sigurðsson, staðfest í samtali við DV.is en leikmennirnir voru kærðir síðasta haust.

Íslensk kona ásakaði þar Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010 en atvikið átti að hafa skeð í landsliðsferð.

Mikið hefur fylgt í kjölfarið en Eggert þurfti til að mynda að draga sig í hlé eftir fyrsta leik Bestu deildar karla nú í sumar.

Aron hefur þá ekki spilað með íslenska landsliðinu í dágóðan tíma en hann er eins og flestir vita fyrirliði liðsins.

„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu,“ er haft eftir lögmanni Arons á DV.is.

Bæði Aron og Eggert höfðu áður neitað allri sök í málinu. Konan hefur nú mánuð til að fara fram á að málið verði tekið fyrir aftur og skoðað frekar.


Athugasemdir
banner
banner
banner