Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Nýr varabúningur Newcastle í fánalitum Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
Nýr varabúningur Newcastle United vekur mikla athygli en hann verður í fánalitum Sádi-Arabíu. Þetta kemur fram á Daily Mail.

Krónprinsinn í Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, eignaðist Newcastle United fyrir 300 milljónir punda undir lok síðasta árs af Mike Ashley. Ríkissjóðurinn í Sádi-Arabíu er skráður fyrir 80 prósent hlut í félaginu.

Það má gera ráð fyrir miklum breytingum á Newcastle á næstu árum en fyrsta markmið félagsins var að halda félaginu í deild þeirra bestu.

Kieran Trippier og Bruno Guimaraes voru stærstu kaup félagsins og þá var Chris Wood fenginn frá Burnley í janúarglugganum. Eddie Howe, stjóri félagsins, hefur náð góðum úrslitum síðan hann kom og má gera ráð fyrir stórum sumarglugga.

Liðin í úrvalsdeildinni eru þegar byrjuð að opinbera treyjurnar fyrir næsta tímabil en Newcastle á hins vegar eftir að gera það. Daily Mail greinir nú frá því að ný varatreyja Newcastle eigi eftir að vekja sérstaka athygli en hún verður í fánalitum Sádi-Arabíu.

Hún verður hvít með grænum röndum á ermunum og í hálsmálinu og þá verður merki félagsins grænt. Þetta er gert til að auka áhugann í Sádi-Arabíu. Búninginn má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner