Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
   þri 13. maí 2025 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Orri og félagar að missa af Evrópu
Sevilla og Girona svo gott sem búin að forðast fall
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur og var ekki í hóp hjá Real Sociedad í dag.

Sociedad tók á móti Celta Vigo í gríðarlega mikilvægum slag fyrir félagið. Sigur hefði stóraukið líkur liðsins á að ná Evrópusæti á deildartímabilinu en Sociedad tapaði leiknum, 0-1, þrátt fyrir að hafa verið sterkara liðið á vellinum.

Sóknarleikmenn Sociedad nýttu ekki færin sín en liðið hefur verið í gríðarlega miklum vandræðum með markaskorun á leiktíðinni. Aðeins tvö lið í deildinni hafa skorað færri mörk heldur en Real Sociedad og er annað þeirra löngu fallið botnlið Real Valladolid.

Alfonso 'Alfon' González skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks, en Celta Vigo átti aðeins tvær marktilraunir sem hæfðu rammann í leiknum.

Celta er í góðri stöðu í Evrópubaráttunni eftir þennan sigur. Liðið situr í Evrópudeildarsæti, fimm stigum á undan næstu liðum sem eiga þó leik til góða.

Spútnik lið síðustu leiktíðar Girona er þá svo gott sem búið að bjarga sér frá falli eftir mikið vonbrigðatímabil. Girona var í fallbaráttunni þar til fyrir skömmu, en liðið er núna komið sjö stigum frá fallsæti.

Girona heimsótti botnlið Valladolid í dag og skóp nauman 0-1 sigur í nokkuð jöfnum leik, þökk sé sigurmarki frá Cristhian Stuani.

Að lokum hafði Sevilla betur gegn Las Palmas í fallbaráttuslag. Þetta var fjórði tapleikur Las Palmas í röð og þarf liðið núna að sigra síðustu tvo deildarleiki sína til að eiga möguleika á að forðast fall.

Álvaro Pascual skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Sevilla sem er jafnt Girona á stigum í neðri hluta deildarinnar.

Real Sociedad 0 - 1 Celta
0-1 Alfon Gonzalez ('44 )

Valladolid 0 - 1 Girona
0-1 Christian Stuani ('80 )

Sevilla 1 - 0 Las Palmas
1-0 Alvaro Pascual ('52 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner