Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. júní 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferðaðist til London til þess að ræða um Pogba
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, íþróttastjóri Juventus, ferðaðist til Lundúna þar sem hann mun ræða við Manchester United um Paul Pogba. Sky Sports segir frá.

Viðræður eru ekki komnar langt, en talið er að Juventus sé tilbúið að nota bakvörðinn Joao Cancelo sem hluta af kaupunum.

Cancelo hefur verið orðaður við Manchester City, en áhuginn hefur minnkað þar sem verðmiði Juventus á Cancelo er 44 milljónir punda.

Pogba er fyrrum leikmaður Juventus. Hann gæti verið á förum frá United í sumar.

Paratici mun hitta Manchester United á skrifstofum United í London, en hann mun einnig funda með Chelsea út af Maurizio Sarri. Hann mun reyna að finna lausn með Chelsea svo Juventus getið ráðið Sarri sem sinn knattspyrnustjóra.
Athugasemdir
banner