Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. júní 2019 15:09
Elvar Geir Magnússon
Fimm leikja bann Björgvins staðfest - Ekki með gegn ÍA
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest fimm leikja bann Björgvins Stefánssonar, sóknarmanns KR, og því ljóst að hann mun byrja að afplána bannið á laugardaginn þegar ÍA og KR eigast við.

Björgvin var dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín í beinni netútsendingu á Haukar TV þar sem hann lýsti leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla. Þar hafði Björgvin eftirfarandi ummæli eftir sér, „Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum."

KR og Björgvin Stefánsson áfrýjuðu leikbanninu sem Björgvin var dæmdur í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku.

Af heimasíðu KSÍ
Þann 12. júní kom áfrýjunardómstóll KSÍ saman og tók fyrir mál nr. 1/2019 - Knattspyrnudeild KR og Björgvin Stefánsson gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Dómurinn staðfestir úrskurð aga- og úrskurðarnefndar um 5 leikja bann Björgvins Stefánssonar í mótum á vegum KSÍ og frá leikvelli Hauka að Ásvöllum.

Dómurinn fjallar ekki um sekt Hauka þar sem þeim hluta úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar var ekki áfrýjað og því stendur sektin óhögguð.




Björgvin spilar næsta leik í Pepsi Max 21. júlí
Ofan á þetta fimm leikja bann verður Björgvin í banni vegna uppsafnaðra áminninga í Mjólkurbikarnum þegar KR mætir Njarðvík þann 27. júní í 8-liða úrslitum.

Næsti leikur í Pepsi Max-deildinni sem Björgvin verður löglegur í verður þann 21. júlí gegn Stjörnunni.

Næsti leikur Björgvins fyrir KR gæti þó verið Evrópuleikur í júlí, sem kemur á undan leiknum gegn Stjörnunni.

Leikirnir sem Björgvin missir af
15. júní ÍA - KR
19. júní KR - Valur
23. júní FH - KR
27. júní KR - Njarðvík (bann vegna uppsafnaðra spjalda í bikar)
1. júlí KR - Breiðablik
6. júlí ÍBV - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner