Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona að lenda í öðru Wijnaldum-máli?
Memphis í leik með hollenska landsliðinu.
Memphis í leik með hollenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum ákvað að semja við Paris Saint-Germain frekar en Barcelona.

Hollenski miðjumaðurinn hafði verið sterklega orðaður við Barcelona en PSG kom inn á síðustu stundu og bauð betur. Wijnaldum ákvað að taka því.

Fjárhagsstaða Börsunga er slæm og núna gæti félagið verið að landa í öðru "Wijnaldum-máli" ef svo má segja.

Memphis Depay, liðsfélagi Wijnaldum í hollenska landsliðinu, hefur einnig verið sterklega orðaður við Barcelona. Samningur Memphis við Lyon er að renna út.

Samkvæmt Marca þá er Juventus búið að bjóða betur en Barcelona. Katalóníustórveldið mun ekki hækka tilboð sitt, en PSG er einnig sagt hafa áhuga á þessum fyrrum leikmanni Manchester United.

Memphis er núna á EM með hollenska landsliðinu, en Hollendingar hefja leik í dag gegn Úkraínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner