Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho um Eriksen: Ég grét og fór með bænir
Mourinho þjálfaði Eriksen hjá Tottenham.
Mourinho þjálfaði Eriksen hjá Tottenham.
Mynd: EPA
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, kveðst hafa grátið í gær þegar hann fylgdist með leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu.

Eriksen féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu. Hann fór í hjartastopp en snögg viðbrögð aðila á vellinum björguðu lífi hans. Hann er núna í góðum gír.

Mourinho er sérfræðingur hjá Talksport í kringum EM og hann var mættur í vinnuna í dag fyrir leik Englands og Króatíu.

„Í dag get ég ekki hætt að hugsa um það sem gerðist í gær. Þetta er dagur til að fagna, ekki til að vera leiður," sagði Mourinho.

Mourinho telur að Guð hafi verið að fylgjast með fótboltanum á þessu augnabliki.

„Þetta var miklu mikilvægara en fótbolti en á sama tíma sýndi það góðu gildi fótboltans; ástina, samhuginn og fjölskylduandann... fótbolti þjappar fólki saman."

Mourinho var stjóri Eriksen hjá Tottenham um stutt skeið. „Ég fór með bænir í gær, ég grét í gær, en hversu mikið af fólki gerði það út um allan heim? Ég hef trú á því að það var mikið af fólk því fótbolti kemur fólki saman."

„Þetta voru ekki aðstæður sem við vildum að myndum þjappa fólki saman, en við getum fagnað því að Christian er á lífi."

Mourinho segist hafa spjallað við Pierre-Emile Hojbjerg, leikmann Tottenham og danska landsliðsins, og að fréttirnar af Eriksen séu góðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner