Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno næsti stjóri Gylfa? - Svo virðist vera
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Sky Sports þá færist Nuno Espirito Santo nær því að taka við Everton.

Nuno var í síðustu viku kominn langt í viðræðum við Crystal Palace en það gekk að lokum ekki upp. Stjórn félagsins var ekki til í að samþykkja kröfur hans.

Nuno og Úlfarnir komust að samkomulagi um starfslok í maí eftir fjögurra ára samstarf. Nuno vann gott starf hjá Wolves og vegferð liðsins undir hans stjórn hefur verið afskaplega góð.

Portúgalinn er núna kominn langt í viðræðum við Everton um að taka við af Carlo Ancelotti. Samkvæmt Sky Sports er vonast til þess að tilkynnt verði um ráðningu hans í næstu viku.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner