Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan líka að sækja sóknarmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan virðist heldur betur vera að blása í herlúðra í Pepsi Max-deildinni.

Fyrr í dag var tilkynnt um félagaskipti danska miðjumannsins Casper Sloth til Stjörnunnar.

Sloth er 29 ára gamall miðjumaður með feril sem á ekki alveg heima í Pepsi Max-deildinni, ef satt skal segja. Hann hefur hins vegar mikið verið meiddur að undanförnu.

Sloth var mikið efni á sínum tíma og á hann níu A-landsleiki að baki fyrir Danmörku.

Í hlaðvarpsþættinum Dr Football var svo sagt frá því að Stjarnan væri einnig að sækja danskan sóknarmann.

Sá heitir Oliver Haurits. og er tvítugur. Hann er á mála hjá Skive og þykir efnilegur. Hann á að baki þrjá leiki fyrir U16 landslið Danmerkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner