Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. júní 2022 09:00
Hafliði Breiðfjörð
A-landsliðsmennirnir samglöddust U21 í fyrrakvöld (Myndir)
Icelandair
Kolbeinn Þórðarson faðmar Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann stendur álengdar.
Kolbeinn Þórðarson faðmar Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann stendur álengdar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var heldur betur stemmning í Víkinni á laugardagskvöldið þegar U21 landslið Íslands tryggði sér sæti í umspili um sæti á EM.


Liðið vann þá Kýpur 5 - 0 á heimavelli á sama tíma og Portúgal vann Grikkland og því ljóst að Ísland endaði riðilinn í 2. sæti sem er umspilssæti. Leikið verður í haust en dregið 21. júní.

Níu leikmenn A-landsliðsins eru gjaldgengir í U21 og þeir voru mættir í stúkuna í Víkinni og samglöddust liðsfélögum sínum.

Í haust gæti komið upp vandamál í vali A-landsliðsins sem mætir Albaníu í Þjóðadeildinni á sama tíma og umspilsleikirnir fara fram. Hvaða leikmenn verða í hvoru landsliði?

Myndirnar að neðan sýna nokkra landsliðsmenn samgleðjast.


Athugasemdir
banner
banner
banner