Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 13. júlí 2019 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool skoðar liðsfélaga Arnórs og Harðar
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur áhuga á að fá rússneska framherjann Fedor Chalov frá CSKA Moskvu.

Chalov er 21 árs gamall og þykir mesta efni Rússlands um þessar mundir en hann fór mikinn með CSKA Moskvu á síðasta tímabili.

Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Arsenal, Manchester United, Manchester City, Tottenham Hotspur, Borussia Dortmund, RB Leipzig og Sevilla en nú virðist Liverpool vera komið í myndina.

Liverpool hefur hugsað sér að fá sóknarsinnaðan mann í stað Daniel Sturridge sem varð samningslaus um mánaðarmótin.

Chalov hefur skorað 27 mörk í 65 leikjum en hann framlengdi samning sinn við CSKA til ársins 2022 í janúar.

Hann er falur fyrir 20 milljónir punda en hann skoraði meðal annars í 3-0 sigrinum á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í desember.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru liðsfélagar Chalov hjá CSKA Moskvu sem hafnaði í 4. sæti deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner