mán 13. júlí 2020 12:40
Magnús Már Einarsson
15 ára í vörn FH - „Þetta var góð reynsla"
Logi Hrafn Róbertsson.
Logi Hrafn Róbertsson.
Mynd: Hulda Margrét
„Þetta var góð reynsla og það var mjög gaman að fá að spila," sagði Logi Hrafn Róbertsson, varnarmaður FH, í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Facebook síðu félagsins.

Hinn 15 ára gamli Logi kom inn á í hálfleik í 3-3 jafnteflinu gegn Breiðabliki í síðustu viku. Logi kom óvænt inn í leikmannahóp FH en hann hafði fyrr um daginn verið á æfingu með U17 ára landsliðinu.

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Strákarnir hjálpuðu mér mikið með því að tala við mig," sagði Logi.

FH mætir Fylki á heimavelli í kvöld eftir að hafa síðast spilað á heimavelli 21. júní.

„Á heimavelli eigum við að vera sterkir. Við erum með frábæran grasvöll og góða stuðningsmenn," sagði Ólafur Kristjánsson í viðtali fyrir leikinn í kvöld.

Leikir kvöldsins
18:00 KA-Fjölnir (Greifavöllurinn)
19:15 FH-Fylkir (Kaplakrikavöllur)
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)

Hér að neðan má sjá viðtölin við Loga og Ólaf.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner