PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hrós og hársprey - „Meinti sem leikmaður inni á vellinum“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 13. júlí 2020 22:01
Kristófer Jónsson
Rúnar Páll: Mikilvægt að komast í gegnum þetta
Rúnar Páll og Óli Jó virða punktinn.
Rúnar Páll og Óli Jó virða punktinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af tveimur þjálfurum Stjörnunnar, var nokkuð sáttur eftir 0-0 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi Max-deild karla í dag.

„Þetta var hörkuleikur og bráðskemmtilegur. Mér fannst við geta gert aðeins betur hvað varðaði sendingar og ákveðin tækniatriði. En heilt yfir var leikurinn vel spilaður hjá okkur." sagði Rúnar Páll eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Stjarnan

Leikmannahópur Stjörnunnar þurfti að fara í sóttkví eftir að Covid-19 smit greindist innan herbúða liðsins. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar síðan 24. júní.

„Það var gríðarlega mikilvægt að komast í gegnum þennan leik og það komu ekki upp nein meiðsli sem að sýnir hversu góðu standi við erum í. Þetta er erfiður útivöllur og við erum sáttir við þetta stig sem að við fengum."

Stjörnumenn eru með sjö stig eftir þrjá leiki, en þeir eiga þrjá leiki til góða á flest lið deildarinnar. Er Rúnar sáttur við þessa byrjun Stjörnunnar á mótinu.

„Jújú eigum við ekki bara að segja það. Næst er mikilvægur leikur gegn HK á föstudaginn og við verðum að vera tilbúnir í það." sagði Rúnar Páll að lokum.

Nánar er rætt við Rúnar Pál í spilaranum að ofan.
Athugasemdir