Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
   mið 13. júlí 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Svava Kristín: Skíthrædd en veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar
Icelandair
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég ekki frá því að ég sé stressaðari núna en fyrir fyrsta leik. Við verðum að sækja stig, sækja úrslit og ég held að þessi leikur Ítalíu á móti Frakklandi sé ekki að fara hjálpa okkur neitt," sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, við Fótbolta.net í dag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu á morgun í öðrum leik sínum í riðlinum á EM. Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu en Ítalía tapaði stórt í fyrsta leik sínum, 5-1 gegn Frakklandi.

„Ítalarnir eru miklu betri en þetta, þær þurfa að sýna landi og þjóð að þær séu betri en þetta. Ég er skíthrædd við þetta en ég veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar og vita nákvæmlega hvað Ítalía getur. Vonandi verður þetta hörkuleikur, 50:50 leikur sem dettur okkar megin.

Viðtalið var tekið fyrir utan Akademíuleikvanginn í Manchester þar sem leikurinn á morgun fer fram. Blaðamenn voru nýbúnir að yfirheyra landsliðsþjálfarinn og Dagnýju Brynjarsdóttur á fréttamannafundi þegar rætt var við Svövu.

„Steini rígheldur í sínar skoðanir. Hann liggur á skoðunum sínum þegar kemur að andstæðingum, er ekki að gefa okkur mikið upp. Það er leiðinlegt að frétta af Telmu - ef hún er meidd - vonum það besta þar."

„Ég held ég sé bara peppuð, mér fannst þau gíruð, mér fannst þau með hausinn á réttum stað,"
sagði Svava.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Viðtalið við Svövu má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner