Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   mið 13. júlí 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Svava Kristín: Skíthrædd en veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar
Icelandair
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég ekki frá því að ég sé stressaðari núna en fyrir fyrsta leik. Við verðum að sækja stig, sækja úrslit og ég held að þessi leikur Ítalíu á móti Frakklandi sé ekki að fara hjálpa okkur neitt," sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, við Fótbolta.net í dag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu á morgun í öðrum leik sínum í riðlinum á EM. Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu en Ítalía tapaði stórt í fyrsta leik sínum, 5-1 gegn Frakklandi.

„Ítalarnir eru miklu betri en þetta, þær þurfa að sýna landi og þjóð að þær séu betri en þetta. Ég er skíthrædd við þetta en ég veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar og vita nákvæmlega hvað Ítalía getur. Vonandi verður þetta hörkuleikur, 50:50 leikur sem dettur okkar megin.

Viðtalið var tekið fyrir utan Akademíuleikvanginn í Manchester þar sem leikurinn á morgun fer fram. Blaðamenn voru nýbúnir að yfirheyra landsliðsþjálfarinn og Dagnýju Brynjarsdóttur á fréttamannafundi þegar rætt var við Svövu.

„Steini rígheldur í sínar skoðanir. Hann liggur á skoðunum sínum þegar kemur að andstæðingum, er ekki að gefa okkur mikið upp. Það er leiðinlegt að frétta af Telmu - ef hún er meidd - vonum það besta þar."

„Ég held ég sé bara peppuð, mér fannst þau gíruð, mér fannst þau með hausinn á réttum stað,"
sagði Svava.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Viðtalið við Svövu má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner