Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 13. júlí 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Svava Kristín: Skíthrædd en veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar
Icelandair
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Svava Kristín tekur viðtal við Karólínu Leu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég ekki frá því að ég sé stressaðari núna en fyrir fyrsta leik. Við verðum að sækja stig, sækja úrslit og ég held að þessi leikur Ítalíu á móti Frakklandi sé ekki að fara hjálpa okkur neitt," sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, við Fótbolta.net í dag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu á morgun í öðrum leik sínum í riðlinum á EM. Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu en Ítalía tapaði stórt í fyrsta leik sínum, 5-1 gegn Frakklandi.

„Ítalarnir eru miklu betri en þetta, þær þurfa að sýna landi og þjóð að þær séu betri en þetta. Ég er skíthrædd við þetta en ég veit að stelpurnar okkar eru alvöru töffarar og vita nákvæmlega hvað Ítalía getur. Vonandi verður þetta hörkuleikur, 50:50 leikur sem dettur okkar megin.

Viðtalið var tekið fyrir utan Akademíuleikvanginn í Manchester þar sem leikurinn á morgun fer fram. Blaðamenn voru nýbúnir að yfirheyra landsliðsþjálfarinn og Dagnýju Brynjarsdóttur á fréttamannafundi þegar rætt var við Svövu.

„Steini rígheldur í sínar skoðanir. Hann liggur á skoðunum sínum þegar kemur að andstæðingum, er ekki að gefa okkur mikið upp. Það er leiðinlegt að frétta af Telmu - ef hún er meidd - vonum það besta þar."

„Ég held ég sé bara peppuð, mér fannst þau gíruð, mér fannst þau með hausinn á réttum stað,"
sagði Svava.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Viðtalið við Svövu má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner