Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 13. júlí 2024 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Dalvík/Reyni á Dalvíkurvöllinn í dag þegar 12.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut gegn botnliði deildarinnar en urðu að láta sér stigið nægja.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Njarðvík

„Svekkjandi. Virkilega. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna hérna í dag. Það voru við sem vorum að skapa færin og voru við sem vorum að þrýsta á þá þó svo að vindurinn hafi svo hjálpað okkur í seinni hálfleik þá vorum við fannst mér betri í fyrri líka." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Við töluðum um það í hálfleik að þetta gæti orðið þolinmæðisverk og mér fannst við gera eiginlega allt til þess að vinna þennan leik og það eina sem vantaði vara bara að setja boltann inn í markið. Sumir dagar eru svona og því miður var þessi dagur í dag fyrir okkur." 

Eftir frábæra byrjun á mótinu hafa Njarðvíkingar aðeins sótt tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum en Gunnari Heiðar finnst hans lið þó ekki vera að lenda á einhverjum vegg núna. 

„Nei, mér finnst ekki. Það er auðvitað allt öðruvísi hrynjandi í þessu núna í ár heldur en í fyrra. Maður hefur ekkert unnið marga leiki í fyrra og auðvitað gerum við það hérna fyrri part móts og fyrir mér er þetta bara vinna. Þetta er bara vinna, vinna, vinna."

„Við erum að vinna í rétta átt finnst mér. Við sýnum það hérna á vellinum og sýnum það í úrslitum hjá okkur og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt en það þarf að halda áfram. Þetta er ekkert komið, við megum ekki halda að það sem að við erum búnir að gera haldist bara áfram sjálfkrafa. Við náðum í þetta og unnum fyrir þessu og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að gera. Vinna fyrir þessu því ef við gerum það þá erum við mjög flottir og þá náum við líka í þessi stig sem að við þurfum."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir