Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 13. júlí 2024 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Dalvík/Reyni á Dalvíkurvöllinn í dag þegar 12.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut gegn botnliði deildarinnar en urðu að láta sér stigið nægja.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Njarðvík

„Svekkjandi. Virkilega. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna hérna í dag. Það voru við sem vorum að skapa færin og voru við sem vorum að þrýsta á þá þó svo að vindurinn hafi svo hjálpað okkur í seinni hálfleik þá vorum við fannst mér betri í fyrri líka." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Við töluðum um það í hálfleik að þetta gæti orðið þolinmæðisverk og mér fannst við gera eiginlega allt til þess að vinna þennan leik og það eina sem vantaði vara bara að setja boltann inn í markið. Sumir dagar eru svona og því miður var þessi dagur í dag fyrir okkur." 

Eftir frábæra byrjun á mótinu hafa Njarðvíkingar aðeins sótt tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum en Gunnari Heiðar finnst hans lið þó ekki vera að lenda á einhverjum vegg núna. 

„Nei, mér finnst ekki. Það er auðvitað allt öðruvísi hrynjandi í þessu núna í ár heldur en í fyrra. Maður hefur ekkert unnið marga leiki í fyrra og auðvitað gerum við það hérna fyrri part móts og fyrir mér er þetta bara vinna. Þetta er bara vinna, vinna, vinna."

„Við erum að vinna í rétta átt finnst mér. Við sýnum það hérna á vellinum og sýnum það í úrslitum hjá okkur og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt en það þarf að halda áfram. Þetta er ekkert komið, við megum ekki halda að það sem að við erum búnir að gera haldist bara áfram sjálfkrafa. Við náðum í þetta og unnum fyrir þessu og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að gera. Vinna fyrir þessu því ef við gerum það þá erum við mjög flottir og þá náum við líka í þessi stig sem að við þurfum."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner