Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   lau 13. júlí 2024 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Dalvík/Reyni á Dalvíkurvöllinn í dag þegar 12.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut gegn botnliði deildarinnar en urðu að láta sér stigið nægja.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Njarðvík

„Svekkjandi. Virkilega. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna hérna í dag. Það voru við sem vorum að skapa færin og voru við sem vorum að þrýsta á þá þó svo að vindurinn hafi svo hjálpað okkur í seinni hálfleik þá vorum við fannst mér betri í fyrri líka." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Við töluðum um það í hálfleik að þetta gæti orðið þolinmæðisverk og mér fannst við gera eiginlega allt til þess að vinna þennan leik og það eina sem vantaði vara bara að setja boltann inn í markið. Sumir dagar eru svona og því miður var þessi dagur í dag fyrir okkur." 

Eftir frábæra byrjun á mótinu hafa Njarðvíkingar aðeins sótt tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum en Gunnari Heiðar finnst hans lið þó ekki vera að lenda á einhverjum vegg núna. 

„Nei, mér finnst ekki. Það er auðvitað allt öðruvísi hrynjandi í þessu núna í ár heldur en í fyrra. Maður hefur ekkert unnið marga leiki í fyrra og auðvitað gerum við það hérna fyrri part móts og fyrir mér er þetta bara vinna. Þetta er bara vinna, vinna, vinna."

„Við erum að vinna í rétta átt finnst mér. Við sýnum það hérna á vellinum og sýnum það í úrslitum hjá okkur og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt en það þarf að halda áfram. Þetta er ekkert komið, við megum ekki halda að það sem að við erum búnir að gera haldist bara áfram sjálfkrafa. Við náðum í þetta og unnum fyrir þessu og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að gera. Vinna fyrir þessu því ef við gerum það þá erum við mjög flottir og þá náum við líka í þessi stig sem að við þurfum."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner