Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   lau 13. júlí 2024 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Dalvík/Reyni á Dalvíkurvöllinn í dag þegar 12.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut gegn botnliði deildarinnar en urðu að láta sér stigið nægja.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Njarðvík

„Svekkjandi. Virkilega. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna hérna í dag. Það voru við sem vorum að skapa færin og voru við sem vorum að þrýsta á þá þó svo að vindurinn hafi svo hjálpað okkur í seinni hálfleik þá vorum við fannst mér betri í fyrri líka." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Við töluðum um það í hálfleik að þetta gæti orðið þolinmæðisverk og mér fannst við gera eiginlega allt til þess að vinna þennan leik og það eina sem vantaði vara bara að setja boltann inn í markið. Sumir dagar eru svona og því miður var þessi dagur í dag fyrir okkur." 

Eftir frábæra byrjun á mótinu hafa Njarðvíkingar aðeins sótt tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum en Gunnari Heiðar finnst hans lið þó ekki vera að lenda á einhverjum vegg núna. 

„Nei, mér finnst ekki. Það er auðvitað allt öðruvísi hrynjandi í þessu núna í ár heldur en í fyrra. Maður hefur ekkert unnið marga leiki í fyrra og auðvitað gerum við það hérna fyrri part móts og fyrir mér er þetta bara vinna. Þetta er bara vinna, vinna, vinna."

„Við erum að vinna í rétta átt finnst mér. Við sýnum það hérna á vellinum og sýnum það í úrslitum hjá okkur og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt en það þarf að halda áfram. Þetta er ekkert komið, við megum ekki halda að það sem að við erum búnir að gera haldist bara áfram sjálfkrafa. Við náðum í þetta og unnum fyrir þessu og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að gera. Vinna fyrir þessu því ef við gerum það þá erum við mjög flottir og þá náum við líka í þessi stig sem að við þurfum."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir