Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 13. júlí 2024 14:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Laurent Blanc orðinn stjóri Al-Ittihad (Staðfest)

Laurent Blanc hefur verið ráðinn stjóri sádí arabíska liðsins Al-Ittihad en hann gerir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.


Blanc er 56 ára gamall Frakki en hann var rekinn úr starfi hjá Lyon á síðasta ári eftir tæpt ár sem stjóri liðsins.

Útlit er fyrir að Houssem Aouar verði fyrsti leikmaðurinn sem Blanc fær til liðs við félagið en Al-Ittihad mun borga Roma um 12 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Blanc átti farsælan feril sem leikmaður en hann lék m.a. með Napoli, Barcelona, Inter og Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner