Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palmer: Allir hafa verið að segja eitthvað kjaftæði um okkur
Mynd: EPA
Cole Palmer var stórkostlegur þegar Chelsea varð heimsmeistari eftir sigur á PSG á HM félagsliða í Bandaríkjunum í kvöld.

Palmer skoraði tvennu og lagði upp þriðja markið á Joao Pedro í 3-0 sigri. Chelsea varð Sambandsdeildarmeistari í ár og endaði í 4. sæti ensku deildarinnar sem þýðir að liðið spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Þetta er frábær tilfinning. Enn betri af því allir efuðust um okkur fyrir leikinn, við vissum það," sagði Cole Palmer.

„Maresca er að byggja upp eitthvað sérstakt, eitthvað mikilvægt. Allir hafa verið að segja eitthvað kjaftæði um okkur allt tímabilið en mér líður eins og við erum á réttri leið."
Athugasemdir
banner
banner