Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 13. júlí 2025 21:16
Sölvi Haraldsson
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Siggi Hall.
Siggi Hall.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við byrjuðum ekki nægilega vel en fannst við vinna okkur inn í leikinn. Við vorum ekkert frábærir þótt við vorum 2-0 yfir og svo í seinni hállfeik gengum við á lagið. Þeir urðu svolítið særðir við að lenda undir og yfirburðirnir jókust með hverju markinu sem við skorum.“ sagði Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH, eftir 5-0 sigur FH í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 KA

KA-menn réðu illa við FH-ingana og sköpuðu mjög lítið af færum til þess að komast aftur inn í leikinn.

„Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt afgerandi í leiknum. Þetta var aðallega hætta þegar Hallgrímur var að fá hann úti, ég var í smá veseni með hann þegar hann var að fá hann.“

Sigurður fer niður í teignum rétt áður en flautað var til hálfleiks og FH-ingar vildu fá vítaspyrnu.

„Þetta var púra víti, þetta hafði engin áhrif á leikinn svo þetta skiptir engu máli. Hann gerir bara mistök eins og við allir.“

Siggi segir að þetta hafi verið andlega erfitt fyrir KA í dag og að þeir hafi nýtt sér það.

„Ég held að þetta hafi bara orðið mjög erfitt fyrir þá. Við vorum mjög þéttir og þeir voru ekki að skapa sér nein færi, það verður andlega erfitt þegar þú ert ekki að skapa þér færi. Þú finnur bara að þú ert ekki að koma þér í leikinn. Þeir brotnuðu og við gengum á lagið og hættum aldrei, við ætluðum aldrei að láta þá skora í þessum leik heldur.“

Björn Daníel skaut á sérfræðinga Stúkunnar á X-inu í vikunni og talaði við Fótbolti.net um það sömuleiðis í viðtali eftir leikinn. Málið varðar umræðuna um gras og gervigras í Íslenskum fótbolta. Hver er hlið Sigurðar í því máli?

„Ég veit ekki hvað svarið er við því. Við erum margir hverjir búnir að spila á grasi alla okkar ævi og erum meiri grasleikmenn, ég bara veit það ekki. Taflann lýgur ekki, við erum að fá flest okkar stig á grasi. Við verðum að gera eitthvað til þess að fá stig á gervigrasi.“

Viðtalið við Sigurð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir