Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xhaka nær samkomulagi við félag í Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Granit Xhaka vill fara frá Leverkusen en hann hefur náð samkomulagi við sádi-arabíska félagið Neom SC sem er nýliðið í efstu deild á næsta tímabili.

Félögin munu hefja viðræður sín á milli í vikunni en Leverkusen vill fá um sex milljónir evra fyrir hann samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi.

Leverkusen hefur misst marga sterka leikmenn í sumar en Jonathan Tah, Jeremie Frimpong og Florian Wirtz eru allir farnir. Þá hætti Xabi Alonso að stýra liðinu til að taka við Real Madrid og Erik ten Hag tók við af honum.

Xhaka er 32 ára gamall miðjumaður. Hann gekk til liðs við Leverkusen frá Arsenal árið 2023 og hefur spilað 99 leiki og skorað sex mörk fyrir þýska liðið.
Athugasemdir
banner