Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM félagsliða: Chelsea er heimsmeistari eftir öruggan sigur á PSG
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 0 Paris Saint Germain
1-0 Cole Palmer ('22 )
2-0 Cole Palmer ('30 )
3-0 Joao Pedro ('43 )
Rautt spjald: Joao Neves, Paris Saint Germain ('84)

Chelsea er heimsmeistari félagsliða eftir sigur á PSG í úrslitum á HM félagsliða sem fram fór í Bandaríkjunum.

PSG vann Meistaradeildina og hefur verið algjörlega óstöðvandi undanfarna mánuði. Liðið fór illa með Real Madrid í undanúrslitum en Chelsea, sem vann Sambandsdeildina, kom af krafti inn í leikinn.

Cole Palmer kom Chelsea yfir eftir 22. mínútur eftir hraða sókn. Hann skoraði síðan keimlíkt mark átta mínútum síðar og kom Chelsea í ansi vænlega stöðu.

Undir lok fyrri hálfleiks bætti Joao Pedro við þriðja markinu eftir undirbúning Palmer. Pedro hefur komið sterkur inn í lið Chelsea eftir komuna frá Brighton á dögunum en þetta var þriðja mark hans í tveimur leikjum.

PSG komst lítið áleiðis í fyrri hálfleik og ekki mikið meira í seinni hálfleik. Robert Sanchez í marki Chelsea sýndi góða frammistöðu þegar það þurfti á honum að halda.

Sigur Chelsea var í höfn og Joao Neves missti hausinn og fékk að líta rauða spjaldið í blálokin fyrir að rífa í hárið á Marc Cucurella.
Athugasemdir
banner