Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. ágúst 2020 18:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
„Ekki nógu mikið talað um að Atalanta er þekkt fyrir að kafna í stórum leikjum"
Duvan Zapata og Luis Muriel.
Duvan Zapata og Luis Muriel.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Atlanta
Leikmenn Atlanta
Mynd: Getty Images
Atalanta endaði í þriðja sæti Serie A á þessari leiktíð og féll í gærkvöldi úr leik í Meistaradeild Evrópu. Atalanta vakti mikla athygli á tímabilinu og skoraði 98 mörk í deildinni og tæplega 120 mörk í öllum keppnum.

Frá 8. febrúar til 8. júlí sigraði liðið ellefu leiki í röð í öllum keppnum og í kringum þann tíma var liðið taplaust í nítján leikjum í röð. Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

„Það er mikið talað um þetta Atalanta lið en það er ekki nógu mikið talað um að liðið er þekkt fyrir að 'choke-a' í stórum leikjum. Á þessu tímabili hefur liðið misst niður 3-0 forystu allavega einu sinni ef ekki tvisvar. Á síðasta tímabili tapaði liðið bikarúrslitaleik gegn Lazio þar sem Atalanta var miklu líklegra til sigurs en leikmenn voru hræðilegir í þeim leik. Það er þetta 'element' að klára stóru leikina. Liðið gerði jafntefli gegn Juventus um daginn þar sem leikmenn gáfu klaufaleg víti," sagði Björn Már.

Rætt var um Atalanta liðið í tengslum við tímabilið á Ítalíu og í kjölfar tapsins gegn PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Þar leiddi Atalanta leikinn þar til að PSG jafnaði undir lokin og skoraði svo sigurmarkið skömmu síðar.

„Það er áhugavert að þú skulir segja þetta því að um leið og liðið fann lyktina af ítalska meistaratitlinum þá fór það að gefa eftir," skaut Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi inn.

„Þetta er hefð sem tekur tíma að skapa en Atalanta er ennþá 'choke'-lið og það voru leikmenn í gær sem ég bjóst við meira af sem sáust ekki eins og [Luis] Muriel sem er besti leikmaður sjö daga á ári en gerir lítið þess á milli," sagði Björn Már að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner