Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 21:46
Aksentije Milisic
Nagelsmann: Fáum okkur bjór á hótelinu og einbeitum okkur svo að PSG
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari Leipzig, var skiljanlega stoltur þegar Leipzig lagði Atletico Madrid að velli í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Nagelsmann varð á sama tíma yngsti þjálfarinn í sögunni sem kemur liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

„Þetta var góður leikur. Atletico varðist vel og hvorugu liði tókst að skapa sér mikið af færum. Í lokinn vorum við betri á síðasta þriðjungnum," sagði Nagelsmann.

„Frábær tilfinning fyrir okkur. En sem þjálfari verðuru að horfa áfram og við þurfum að undirbúa okkur fyrir undanúrslitin. Það er ekki mikill tími til þess að fagna en við kannski fáum okkur bjór á hótelinu og einbeitum okkur svo að PSG."

„Leikurinn gegn PSG verður mjög erfiður. Þetta er stjörnuprýtt lið og Atalanta reyndi að verjast gegn PSG maður á móti manni. Við þurfum að vinna hratt í varnarleiknum, það kom augnablik þar sem það er ekki hægt að verjast einn á einn gegn þessum leikmönnum."

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Dramatík þegar Leipzig komst í undanúrslit
Nagelsmann yngsti þjálfari í sögunni sem kemst í undanúrslit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner