Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 13. ágúst 2022 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Völsungur rétt marði ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Það voru spilaðir tveir leikir í 2. deild kvenna í dag þar sem Einherji lagði Sindra að velli í baráttunni um miðja deild á meðan toppbaráttulið Völsungs tók á móti Skagakonum.


Sylvía Lind Henrysdóttir kom Völsungi yfir snemma leiks en það tók Samira Suleman aðeins tíu mínútur að jafna fyrir gestina.

Tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið skoraði Berta María Björnsdóttir fyrir Völsung og kom Húsvíkingum þannig aftur í forystu sem þær héldu allt þar til á lokakaflanum.

Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði þá jöfnunarmark fyrir ÍA og hélt hún væri búin að tryggja stig en svo var ekki. Sonja Björg Sigurðardóttir átti eftir að gera sigurmark Völsungs á 88. mínútu og tryggja þannig afar dýrmæt stig. 

Völsungur er í öðru sæti með 26 stig eftir 10 umferðir, einu stigi eftir toppliði Fram og þremur stigum fyrir ofan Gróttu sem er á blússandi siglingu.

Sindri 0 - 1 Einherji
0-1 Yoana Peralta Fernandez ('41 )

Völsungur 3 - 2 ÍA
1-0 Sylvía Lind Henrysdóttir ('7 )
1-1 Samira Suleman ('17 )
2-1 Berta María Björnsdóttir ('19 )
2-2 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('85 )
3-2 Sonja Björg Sigurðardóttir ('88 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner