Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   lau 13. ágúst 2022 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Milan byrjar titilvörnina á sigri - Lookman skoraði
Mynd: EPA

AC Milan tók á móti Udinese í fyrstu umferð ítalska deildartímabilsins og hófu meistararnir titilvörnina á sigri.


Miðvörðurinn Rodrigo Becao skoraði fyrsta mark tímabilsins strax á annarri mínútu þegar hann kom gestunum frá Udine yfir. Heimamenn voru ekki lengi að snúa stöðunni við því Theo Hernandez jafnaði úr vítaspyrnu á 11, mínútu og svo skoraði Ante Rebic skömmu síðar.

Milan leiddi 2-1 allt þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar vinstri bakvörðurinn Adam Masina, sem er nýkominn til Udinese eftir fjögur ár hjá Watford, jafnaði leikinn.

Brahim Diaz, sem lék í holunni fyrir aftan Rebic, átti stórgóðan seinni hálfleik. Hann skoraði strax á fyrstu mínútu eftir leikhlé og lagði svo upp markið sem gerði út um viðureignina. Rebic skoraði það mark og kláraði því leikinn með tvennu í fjarveru Olivier Giroud, Divock Origi og Zlatan Ibrahimovic.

AC Milan 4 - 2 Udinese
0-1 Rodrigo Becao ('2)
1-1 Theo Hernandez ('11, víti)
2-1 Ante Rebic ('15)
2-2 Adam Masina ('45)
3-2 Brahim Diaz ('46)
4-2 Ante Rebic ('68)

Sampdoria tók þá á móti Atalanta og komu heimamenn boltanum í netið snemma leiks en markið ekki gilt vegna rangstöðu. 

Rafael Toloi skoraði fyrsta markið á 26. mínútu og var Atalanta með góða stjórn á nokkuð lokuðum leik.

Heimamenn fengu afar lítið af færum og þegar þeir blésu til sóknar á lokamínútunum gerði Ademola Lookman út um viðureignina.

Lookman er nýr leikmaður Atalanta og kom hann inn af bekknum á 63. mínútu. Það verður áhugavert að fylgjast með honum í Serie A í vetur.

Hann skoraði 6 mörk í 26 úrvalsdeildarleikjum með Leicester á síðustu leiktíð og hefur einnig leikið fyrir RB Leipzig og Everton á ferlinum.

Sampdoria 0 - 2 Atalanta
0-1 Rafael Toloi ('26)
0-2 Ademola Lookman ('95)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
5 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
10 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner