Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Genoa vinnur kappið um bakvörð frá Arsenal
Norton-Cuffy í leik með U20 landsliði Englands gegn U20 landsliði Ítalíu. Hann er hér í baráttu við Riccardo Turicchia, leikmann Juventus.
Norton-Cuffy í leik með U20 landsliði Englands gegn U20 landsliði Ítalíu. Hann er hér í baráttu við Riccardo Turicchia, leikmann Juventus.
Mynd: EPA
Genoa er að ganga frá kaupum á bráðefnilegum hægri bakverði sem kemur úr röðum Arsenal.

Sá heitir Brooke Norton-Cuffy og hefur spilað upp öll yngri landslið Englands. Hann er leikmaður U21 landsliðsins í dag, enda aðeins 20 ára gamall.

Norton-Cuffy vildi ólmur skipta um félag þar sem hann sér ekki greiða leið inn í ógnarsterkt byrjunarlið Arsenal á næstu árum.

Genoa vann kapphlaupið um hann þrátt fyrir mikinn áhuga úr Championship deildinni, franska boltanum og þýska boltanum.

Genoa borgar í heildina um 4 milljónir evra fyrir Norton-Cuffy og heldur Arsenal góðri prósentu af endursölurétti leikmannsins.

Leikmaðurinn gerir fimm ára samning við Genoa og fer í læknisskoðun á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner