Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilboð sem hann getur ekki hafnað?
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: EPA
Það voru fréttir um það í gær að Vinicius Junior hefði hafnað tilboð frá Sádi-Arabíu. The Athletic sagði frá.

Núna segir hins vegar Goal að Al Hilal, félagið sem er á eftir Vinicius, sé enn með þann draum um að fá hann í sínar raðir.

Al Hilal ætlar að reyna að heilla hann með því að bjóða honum stærsta samning sem hefur sést í íþróttum. Hann myndi þá fá pakka upp á 1 milljarð evra.

Er það tilboð sem hann getur ekki hafnað?

Talið er að Al Hilal þyrfti þá að borga Real Madrid um 300 milljónir evra til að krækja í hann, en Vinicius yrði þá langdýrasti fótboltamaður sögunnar.

Vinicius er 24 ára vængmaður sem kom til Real árið 2018. Hann hefur skorað 83 mörk í 264 leikjum fyrir Real. Hann hefur unið deildina þrisvar, bikarinn einu sinni, Meistaradeildina tvisvar og HM félagsliða tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner