
Valur 4 - 2 Stjarnan
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('24)
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('40)
1-2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('45+1)
2-2 Jordyn Rhodes ('60)
3-2 Jordyn Rhodes ('78)
4-2 Jordyn Rhodes ('88)
1-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('24)
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('40)
1-2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('45+1)
2-2 Jordyn Rhodes ('60)
3-2 Jordyn Rhodes ('78)
4-2 Jordyn Rhodes ('88)
Lestu um leikinn: Valur 4 - 2 Stjarnan
Valur og Stjarnan áttust við í eina leik kvöldsins í Bestu deild kvenna og úr varð hörkuspennandi viðureign.
Liðin skiptust á að sækja í fyrri hálfleik og tóku heimakonur forystuna þegar Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skallaði fyrirgjöf Elísu Viðarsdóttur í netið. Það var smá sofandaháttur í varnarleik Garðbæinga þarna.
Liðin héldu áfram að eiga góð færi í opnum leik og tókst Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur að breyta stöðunni fyrir leikhlé. Hún átti fyrst kröftugan skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Örnu Dís Arnþórsdóttur til að jafna metin, áður en hún tók forystuna með glæsimarki sem er eitt af mörkum sumarsins í Bestu deildinni.
Úlfa Dís fékk boltann til sín eftir innkast og fékk alltof mikið pláss til að athafna sig áður en hún lét vaða með glæsilegu skoti utan teigs. Hún skrúfaði boltann upp í fjarhornið þar sem Tinna Brá Magnúsdóttir átti ekki möguleika á að verja. Hægt er að setja stórt spurningarmerki við varnarleik Elísu Viðarsdóttur í báðum mörkum Stjörnunnar.
Valskonur mættu grimmar út í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi áður en Jordyn Rhodes jafnaði metin eftir frábæra stungusendingu frá Jasmín Erlu Ingadóttur.
Jordyn hafði verið afar lífleg fram að þessu marki en það virtist koma henni enn frekar í gírinn. Hún átti eftir að ráða úrslitum í viðureigninni þar sem hún bætti við tveimur mörkum á lokakaflanum til að fullkomna þrennu og innsigla sigur.
Leikurinn róaðist talsvert niður eftir jöfnunarmarkið og var það á 78. mínútu sem Jordyn slapp í gegn eftir langan bolta upp völlinn og gerði vel að klára framhjá Veru Varis. Hún fullkomnaði þrennuna tíu mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu svo lokatölur urðu 4-2.
Valur fer upp í fjórða sæti með þessum sigri og er þar með 21 stig eftir 14 umferðir - sex stigum fyrir ofan Stjörnuna.
Athugasemdir