Newcastle kynnti í gær um kaup á þýska varnarmanninum Malick Thiaw frá AC Milan. Thiaw, sem er 24 ára gamall og uppalinn hjá Schalke, skrifaði undir fjögurra ára samning.
Jordan Butler, íþróttafréttamaður BBC, segir að kaupin á Thiaw séu kærkomin fyrir stuðningsmenn Newcastle.
Jordan Butler, íþróttafréttamaður BBC, segir að kaupin á Thiaw séu kærkomin fyrir stuðningsmenn Newcastle.
„Það hefur verið neikvæð umræða í kringum Newcastle og sumargluggann og þetta hjálpar til við að lækka aðeins í þeirri umræðu," segir Butler.
„Fréttir herma að Thiaw hafi verið hátt á óskalista Eddie Howe í nokkurn tíma og það er auðvelt að sjá af hverju. Hann er nútímalegur leikmaður sem býður upp á sjaldgæfa samsetningu af líkamlegum styrk og tæknilega getu."
„Hann er 1,94 metrar á hæð, þýskur landsliðsmaður sem er sterkur í loftinu og býr einnig yfir hraða sem hjálpar Newcastle sem vill hafa varnarlínuna ofarlega. Taktískt er hann sveigjanlegur og getur bæði verið hægri miðvörður og vinstri auk þess sem hann spilaði í þriggja manna varnarlínu 2022-23."
„Á síðasta tímabili var hann meðal efstu tíu manna yfir langar sendingar í ítölsku A-deildinni. Hann missir boltann sjaldan frá sér og aðeins tveir varnarmenn voru með betri sendinganákvæmni en hann."
„Að fá ungan varnarmann var greinilega forgangsverkefni í þessum glugga þar sem Dan Burn, Jamaal Lascelles og Fabian Schar eru allir yfir þrítugt og Sven Botman glímir við meiðsli. Thiaw er nýorðinn 24 ára og er á kjöraldri til að þroskast undir handleiðslu Howe og fær tíma til að fínpússa sýna spilamennsku og aðlagast nýrri deild," segir Jordan Butler, íþróttafréttamaður BBC.
"Howay the Lads!" ???????? pic.twitter.com/CQXVdxG1Gw
— Newcastle United (@NUFC) August 12, 2025
Athugasemdir