Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 17:44
Ívan Guðjón Baldursson
Enrique tók ákvörðunina um að selja Donnarumma
Mynd: EPA
Mynd: PSG
Luis Enrique þjálfari Evrópumeistara Paris Saint-Germain var spurður út í markvörðinn Gianluigi Donnarumma sem er ekki í hóp fyrir úrslitaleikinn um Ofurbikar Evrópu sem fer fram í kvöld. PSG mætir þar Evrópudeildarmeisturum Tottenham.

Donnarumma er á sölulista eftir að Frakklandsmeistararnir margföldu keyptu Lucas Chevalier frá Lille. Ekki er pláss fyrir tvo heimsklassa markverði hjá félaginu og því þarf Donnarumma að róa á önnur mið, þrátt fyrir að hafa verið einn af allra bestu markvörðum heims undanfarin ár.

„Donnarumma er einn af bestu markvörðum í heimi í dag, það leikur enginn vafi á því, og enn betri manneskja. En svona er lífið hjá fótboltamönnum á þessu gæðastigi. Ég tók þessa erfiðu ákvörðun 100% sjálfur," sagði Enrique á fréttamannafundi fyrir úrslitaleikinn.

„Þetta er mjög erfið ákvörðun en hana þurfti að taka. Þetta snýst einfaldlega um hvers konar markvörð liðið mitt þarf á að halda."

Donnarumma er frábær á nánast öllum sviðum en hann er ekki nægilega góður með fótunum. Sendingageta hans er takmörkuð og getur hann verið alltof lengi að taka ákvarðanir. Þetta eru hlutir sem Chevalier er frábær í, hann er mjög góður á boltanum og sinnir hlutverki alvöru nútímamarkmanns óaðfinnanlega bæði með og án bolta.

PSG mun lækka launapakkann sinn með þessum félagaskiptum þar sem Donnarumma fær 250 þúsund evrur í vikulaun á meðan Chevalier fær 150 þúsund evrur.

Manchester City gæti verið næsti áfangastaður Donnarumma, þó að enska stórveldið sé nýlega búið að kaupa James Trafford aftur til sín frá Burnley.

   12.08.2025 19:39
Donnarumma kveður PSG - „Ég er vonsvikinn og niðurdreginn“

Athugasemdir
banner