Thomas Frank þjálfari Tottenham svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir úrslitaleik Ofurbikars Evrópu sem er að hefjast.
Frank sagði þar að Tottenham væri enn að leita að nýjum leikmönnum á leikmannamarkaðinum þrátt fyrir að vera nú þegar með góðan hóp.
„Ég tel mig vera með gott lið og góðan hóp en við erum ennþá að leita að nýjum leikmönnum á markaðnum. Við erum að gera allt í okkar valdi til að bæta byrjunarliðið og leikmannahópinn eins mikið og unnt er fyrir gluggalok 1. september," sagði Frank, en Tottenham er búið að næla sér í sex leikmenn það sem af er sumars.
Varnarmennirnir Kevin Danso, Luka Vuskovic og Kota Takai eru allir komnir inn ásamt miðjumanninum Joao Palhinha og sóknarleikmönnunum Mohammed Kudus og Mathys Tel.
„Strákarnir hafa verið að æfa ótrúlega vel síðustu daga og þeir eru tilbúnir í úrslitaleikinn."
Frank var svo spurður út í Eberechi Eze eftirsóttan kantmann Palace en þjálfarinn neitaði að tjá sig um staka leikmenn. „Það er til mikið af góðum leikmönnum. Það eru nokkrir góðir leikmenn í þessu PSG liði en ég held ekki að við getum keypt þá að svo stöddu," svaraði Frank skoplega.
12.08.2025 15:17
Bissouma í agabanni og ferðaðist ekki til Ítalíu
Athugasemdir