Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: ÍR tapaði í Laugardalnum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 3 - 1 ÍR
1-0 Liam Daði Jeffs ('59)
1-1 Gils Gíslason ('61)
2-1 Viktor Andri Hafþórsson ('77)
3-1 Viktor Andri Hafþórsson ('95)

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍR

Þróttur R. og ÍR áttust við í lokaleik kvöldsins í Lengjudeild karla og voru heimamenn sterkari aðilinn í opnum og skemmtilegum fyrri hálfleik þar sem mikið var um færi. Hvorugu liði tókst þó að skora fyrr en í seinni hálfleiknum.

Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og voru óheppnir að skora ekki á upphafsmínútunum. Liam Daði Jeffs var afar líflegur og tók loks forystuna á 59. mínútu eftir einfalda skyndisókn. Liam slapp í gegn eftir langt útspark, stakk varnarmenn ÍR af og kláraði með marki.

Breiðhyltingar voru fljótir að jafna. Gils Gíslason skoraði úr dauðafæri eftir glæsilegan undirbúning frá Alexander Kostic með hælspyrnu.

Leikurinn róaðist aðeins niður eftir jöfnunarmarkið en heimamenn tóku forystuna á ný eftir skyndisókn á 77. mínútu. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson spretti upp hægri kantinn og gaf fullkomna fyrirgjöf á Viktor Andra Hafþórsson sem gerði vel að klára.

ÍR-ingar reyndu að sækja jöfnunarmark en tókst ekki. Þess í stað innsiglaði Viktor Andri sigur heimamanna seint í uppbótartíma eftir gott spil. Lokatölur 3-1.

Þróttur fer upp í fjórða sæti með þessum sigri og er fimm stigum á eftir toppliði Njarðvíkur. ÍR er í þriðja sæti, einu stigi fyrir ofan Þrótt.

   13.08.2025 20:41
Lengjudeildin: Þriðji sigur Njarðvíkinga í röð

Athugasemdir
banner
banner