Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
banner
   mið 13. ágúst 2025 22:22
Ívan Guðjón Baldursson
Pétur Bjarnason aftur til Vestra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Framherjinn Pétur Bjarnason er kominn aftur til Vestra eftir að hafa verið á láni hjá KFK fyrri part sumars.

Pétur lék einn leik með KFK í 3. deildinni í lok maí en hefur ekki komið við sögu síðan.

Pétur er fæddur 1997 og hefur skorað 9 mörk í 45 leikjum í Bestu deildinni.

Hann er uppalinn á Ísafirði og hefur alla tíð leikið fyrir Vestra eða BÍ/Bolungarvík að undanskildu keppnistímabilinu 2023 þegar hann var hjá Fylki.

Nú snýr hann aftur á heimaslóðir átta mánuðum eftir að hafa sagst ekki ætla að spila fótbolta í sumar.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvort Pétur geti hjálpað Vestra í Bestu deildinni þar sem liðið er að gera frábært mót og situr í efri hlutanum þegar aðeins fjórir leikir eru í tvískiptingu.

Vestri er þar með 26 stig úr 18 umferðum - fjórum stigum fyrir ofan neðri hlutann.

   08.05.2025 09:30
Pétur Bjarna spilar í 3. deild í sumar (Staðfest)

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner
banner