Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan fær tvo landsliðsmenn Síerra Leóne (Staðfest)
Alpha Conteh er mættur í Garðabæinn.
Alpha Conteh er mættur í Garðabæinn.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur sótt tvo leikmenn frá Sierra Leóne. Steven Caulker er fyrrum landsliðsfyrirliði Síerra Leóne.
Stjarnan hefur sótt tvo leikmenn frá Sierra Leóne. Steven Caulker er fyrrum landsliðsfyrirliði Síerra Leóne.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan ætlar sér samkvæmt heimildum Fótbolta.net að styrkja sig fyrir gluggalok, þétta raðirnar fyrir endasprettinn í Bestu deildinni. Líklega eru tveir landsliðsmenn Síerra Leóne á leið í Garðabæinn.

Blaðamaðurinn Petros Katta, sem fjallar um fótbolta og fótboltamenn með tengingu við Síerra Leóne, birti í gær færslu um að tveir landsliðsmenn Síerra Leóne væru orðaðir við Stjörnuna.

Uppfært 11:40: Stjarnan hefur tilkynnt um komu leikmannanna tveggja.

Spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar er Steven Caulker sem er fyrrum landsliðsfyrirliði Síerra Leóne.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Alpha Bedor Conteh og Ibrahim Turay.

Conteh er 25 ára vinstri kantmaður, örvfættur samkvæmt Transfermarkt, og var síðast hjá Neftchi PFK sem endaði í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar í Aserbaídsjan á síðasta tímabili. Conteh á að baki fjóra A-landsleiki. Hann er sagður hraður, kraftmikill og óhræddur við að sækja að varnarmönnum.

Turay er 24 ára miðjumaður sem spilað hefur í heimalandinu, síðast með Bo Rangers. Hann á samkvæmt Transfermarkt að baki níu landsleiki. Í tilkynningu Stjörnunnar er honum líst sem kraftmiklum, baráttuglöðum og tæknilega góðum miðjumanni.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar á miðnætti í kvöld. Stjarnan situr í 4. sæti Bestu deildarinnar og næsti leikur liðsins verður gegn Vestra á heimavelli næsta sunnudag.

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner