Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. september 2021 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kemur af fjöllum: Stundum vantar fólki eitthvað til að tala um
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í gær var greint frá því í hlaðvarpsþáttunum The Mike Show og Dr. Football að Helgi Sigurðsson gæti verið að hætta sem þjálfari ÍBV eftir tvö tímabil sem þjálfari félagsins.

ÍBV tryggði sér á laugardag sæti í efstu deild að nýju eftir tveggja ára veru í næstefstu deild.

Fótbolti.net ræddi í dag við Daníel Geir Moritz, formann knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV, og spurði hann út í þessa sögu.

„Ég kem af fjöllum með þetta. Ég held að mönnum finnist bara gaman að tala og reyna búa eitthvað til. Það gekk illa hjá ÍBV í fyrra, þá var mikið talað um framtíð Helga. Það gekk vel hjá ÍBV núna, þá er talað um framtíð Helga. Stundum vantar fólki eitthvað til að tala um. Það er svolítið síðan að við heyrðum af þessum sögum," sagði Daníel Geir.

Helgi er með samning út næsta tímabil. Á þessum tímapunkti, myndiru halda að það væru meiri líkur en minni á því að Helgi verði þjálfari ÍBV næsta sumar?

„Já, algjörlega," sagði Daníel Geir að lokum.

Sjá einnig:
Heimir að taka við ÍBV?


Daníel Geir
Athugasemdir
banner
banner