Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex horfir lítið á liðin fyrir neðan - „Finnst við vera það mikið betri"
Alex Freyr Hilmarsson
Alex Freyr Hilmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV gerði 2-2 jafntefli við Fram í 21. umferð Bestu deildarinnar á sunnudag. Á sama tíma unnu FH og Leiknir sigra í fallbaráttunni og er ÍBV nú þremur stigum frá fallsæti.

Fótbolti.net ræddi við Alex Frey Hilmarsson, annan af markaskorurum ÍBV, og spurði hann út í hvernig hann mæti stöðuna eftir umferðina. Hérna má hlusta á viðtalið í heild.

„Óbreytt bara. Við förum bara inn í leiki til þess að vinna þá og allt það. Ég er ekkert endilega mikið að horfa niður fyrir mig, mér finnst við persónulega vera það mikið betri en þessi lið ef allir í hópnum eru heilir og allt svoleiðis. Ég hef fulla trú á því að við séum að fara klára okkar leiki og er persónulega ekki mikið að spá í öðrum úrslitum," sagði Alex.

ÍB er með tuttugu stig og á um næstu helgi leik gegn toppliði Breiðabliks. Eftir það fer fram fimm leikja úrslitakeppni og ÍBV mun í henni mæta hinum liðunum í neðri hluta deildarinnar.

Sjá einnig:
Alex Freyr útskýrði fagnið - Geggjað að vera í Eyjum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner