Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. september 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern fylgist grannt með Kane
Mynd: EPA

Bayern Munchen seldi markamaskínuna Robert Lewandowski til Barcelona í sumar.


Florian Plettenberg starfsmaður Sky Sports er sannfærður um að Bayern muni reyna að næla í Kane í janúar

„Ég er sannfærður um að Bayern Munchen muni sýna Harry Kane mjög mikinn áhuga í næsta félagsskiptaglugga. Það fer eftir því hvernig honum mun ganga á tímabilinu,"

„Stjórnarmennirnir hjá Bayern benda á að liðið sé með menn eins og Mane, Coman, Sane og Gnabry en ef það gengur ekki upp og þeir þurfa á 'níu' að halda verður Kane mjög líklegur,"

Hann segir jafnframt að Bayern sé búið að setja sig í samband við Charlie Kane umboðsmann og bróður Harry Kane. Þá er Harry Kane sagður mjög spenntur fyrir því að fara til Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner