Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 13. september 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dæmið hefur snúist við: Valur er núna með gott tak á Blikum
Valur vann fyrri deildarleik liðanna í sumar.
Valur vann fyrri deildarleik liðanna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður sannkallaður stórleikur í kvöld þegar Valur og Breiðablik eigast við í Bestu deild kvenna.

Valur getur farið langleiðina með að vinna deildina með sigri, en Breiðablik er á sama tíma að berjast um annað sætið - sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári.

Þessi tvö lið hafa verið þau bestu á landinu síðustu árin og hafa verið að berjast um alla titla.

Það er athyglisvert að rýna í síðustu leiki sem þessi tvö lið hafa spilað.

Frá september 2017 hafa þessi tvö lið mæst 17 sinnum í öllum keppnum. Breiðablik hefur unnið átta sinnum, Valur hefur unnið fimm sinnum og fjórum sinnum hefur niðurstaðan verið jafntefli.

Valur hefur verið með gott tak á Blikum undanfarið og unnið síðustu fjóra leiki liðanna ef leikur liðanna í Meistarakeppni KSÍ - sem fór í vítakeppni - er tekinn með inn í myndina.

Áður en Valur vann deildarleik liðanna á Kópavogsvelli í fyrra, 0-1, þá hafði Breiðablik hins vegar unnið fimm leiki í röð. Þar á meðal vann Breiðablik 7-3 er þessi lið mættust á Hlíðarenda í fyrra.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í kvöld en það er eins og gefur að skilja mikið undir í þessum leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner