PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 13. september 2024 19:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Breiðablik endurheimti toppsætið
Samantha Smith og Andrea Rut Bjarnadóttir
Samantha Smith og Andrea Rut Bjarnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. 1 - 3 Breiðablik
0-1 Karitas Tómasdóttir ('23 )
0-2 Andrea Rut Bjarnadóttir ('31 )
0-3 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('82 )
1-3 Þórdís Nanna Ágústsdóttir ('84 )
1-4 Samantha Rose Smith ('92 )
Lestu um leikinn


Breiðablik endurheimti toppsætið eftir að Valur hrifsaði það af þeim fyrr í kvöld. Karitas Tómasdóttir kom Breiðbliki yfir eftir fyrirgjöf frá Samönthur Rose Smith sem hefur komið ótrúlega sterk inn í liðið síðan hún mætti frá FHL.

Blikar voru komnar í ansi góð mál stuttu síðar þegar Andrea Rut Bjarnadóttir bætti öðru markinu við.

Þróttarar fengu tækifæri til að koma sér inn í leikinn í seinni hálfleik en þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma björguðu Blikar á línu eftir aukaspyrnu.

Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði þriðja mark Blika stuttu síðar en í kjölfarið kom Þórdís Nanna Ágústsdóttir, sem er fædd árið 2008, inn á í öðrum leik sínum í sumar og hún skoraði með sinni fyrstu snertingu en nær komust Þróttarar ekki.

Breiðablik var ekki búið að segja sitt síðasta orð því Samantha skoraði fjórða mark liðsins þegar hún vippaði boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner