Klukkan 14:00 hefst lokaumferðin í 2. deild og þá ræðst hvaða lið fylgir Selfossi upp í Lengjudeildina og þá kemur einnig í ljós hvaða lið fer niður í 3. deildina með Reyni Sandgerði.
Sverrir Mar Smárason, sérfræðingur Fótbolta.net í 2. og 3. deild, hefur verið öflugur í spám sínum í Fótbolti.net bikarnum og fékk í dag það verkefni að spá í lokaumferð 2. deildarinnar.
Svona spáir hann leikjunum:
Sverrir Mar Smárason, sérfræðingur Fótbolta.net í 2. og 3. deild, hefur verið öflugur í spám sínum í Fótbolti.net bikarnum og fékk í dag það verkefni að spá í lokaumferð 2. deildarinnar.
Svona spáir hann leikjunum:
Víkingur Ó 3 - 0 Kormákur/Hvöt
Ólsarar hafa ekki tapað nema tveimur stigum á heimavelli hingað til. Þeir verða að vinna og treysta á önnur hagstæð úrslit. Þeir vinna þægilega og ég held að þeir fari upp. Björn Axel þrenna.
Selfoss 4 - 2 Ægir
Galopinn leikur tveggja liða sem eru í raun búin með sitt tímabil. Það myndi aðeins sverta stemninguna um kvöldið ef Selfoss tapar svo það er að aðeins meiru að keppa þar. Gonzi skorar og heldur áfram að pósta á grammið, eins og ég hef áður komið inná.
Reynir S. 1 - 3 KFG
Þvílík og önnur eins vonbrigði hjá Reyni. Eins og þeir settu mikið í þetta eftir gott tímabil í fyrra. Fóru illa með ákvarðanir á leikmannamarkaðnum og halda áfram að súpa seiðið af því. KFG er stemningslið, þeir geta fallið ef þeir tapa svo þeir mæta trylltir. Svo verður gaman um kvöldið. Andrés Már Logason, aðstoðarþjálfari með uppistand.
KF 2 - 0 Höttur/Huginn
KF er það lið sem hefur oftast verið við það að falla en alltaf bjargað sér. Þetta er ákveðin reynsla að hafa og þeir nýta hana aftur. Tímabilið búið hjá H/H sem vilja bara komast í rútuna heim. H/H tapaði stórt í lokaleik í fyrra og sami hugur verður í þeim í ár. KF og KFG halda sér. Kormákur/Hvöt fylgir Reyni niður aftur.
Þróttur V. 2 - 2 Haukar
Hörkuleikur sem Þróttur þarf að vinna. Ég held þeim takist það ekki. Haukar komast snemma í 2-0 en svo eru þeir alltaf Haukar. Þróttur kemur til baka en bara aðeins of seint. Ásgeir Marteins skorar af ca 40m færi og Jóhann Þór treður inn jöfnunarmarkinu á 89. mínútu.
KFA 3 - 2 Völsungur
KFA á heimavelli, hafa í raun að engu að keppa en ég held að Völlarar verði tense. Pressulausir Austanmenn taka yfir leikinn snemma og verða 3-1 yfir í hálfleik. Jakob Gunnar skorar sitt 22 mark í seinni en það dugir ekki til. Völsungur situr eftir með Þrótti Vogum. Selfoss og Víkingur Ó upp.
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 22 | 16 | 3 | 3 | 51 - 27 | +24 | 51 |
2. Völsungur | 22 | 13 | 4 | 5 | 50 - 29 | +21 | 43 |
3. Þróttur V. | 22 | 13 | 3 | 6 | 58 - 33 | +25 | 42 |
4. Víkingur Ó. | 22 | 12 | 6 | 4 | 50 - 30 | +20 | 42 |
5. KFA | 22 | 11 | 2 | 9 | 52 - 46 | +6 | 35 |
6. Haukar | 22 | 9 | 3 | 10 | 40 - 42 | -2 | 30 |
7. Höttur/Huginn | 22 | 9 | 3 | 10 | 41 - 50 | -9 | 30 |
8. Ægir | 22 | 6 | 7 | 9 | 29 - 35 | -6 | 25 |
9. KFG | 22 | 6 | 5 | 11 | 38 - 43 | -5 | 23 |
10. Kormákur/Hvöt | 22 | 5 | 4 | 13 | 19 - 42 | -23 | 19 |
11. KF | 22 | 5 | 3 | 14 | 26 - 50 | -24 | 18 |
12. Reynir S. | 22 | 4 | 3 | 15 | 28 - 55 | -27 | 15 |
Athugasemdir