Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. október 2019 20:44
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Daniel James rotaðist eftir samstuð - Var ekki skipt af velli
Mynd: Getty Images
Velski landsliðsmaðurinn Daniel James rotaðist í leik Wales og Króatíu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en var ekki skipt af velli.

Jamess er 21 ásr gamall en hann var í byrjunarliði Wales í kvöld gegn Króatíu.

Það gerðist óhugnanlegt atvik í leiknum er hann ætlaði að skalla boltann en þá mætti Domagoj Vida á ferðinni og lentu leikmennirnir í samstuði.

James rotaðist og þurfti svo að fara vf velli til að fá aðhlynningu áður en hann kom aftur inná. Þegar þetta er skrifað er James enn inn á vellinum.

Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham, þurfti að hætta í fótbolta eftir að hann lenti í samstuði við Gary Cahill og lýsti hann yfir vonbrigðum sínum.

„Daniel James rotaðist og var meðvitundarlaus en þremur mínútum síðar fær hann að koma aftur inn á völlinn," sagði Mason.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner