Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Modric opinn fyrir því að spila á Ítalíu
Luka Modric
Luka Modric
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric segist opinn fyrir því að spila í Seríu A á Ítalíu.

Þessi 34 ára miðjumaður hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012 er hann kom frá Tottenham en hann er í hópi með bestu miðjumönnum heims.

Hann var valinn besti knattspyrnumaður heims fyrir síðasta ár en samningur hans rennur út næsta sumar og er orðið nokkuð ljóst að hann mun yfirgefa Real Madrid.

AC Milan og Inter eru sögð afar áhugasöm um að fá hann en Modric er mikill unnandi ítölsku deildarinnar.

„Ég er hrifinn af Ítalíu. Ég fylgist með Seríu A því það eru margir liðsfélagar mínir í króatíska landsliðinu sem spila þar. Ítalir eru frábærir og svo er landið nálægt Króatíu og því svipað hugarfar þar," sagði Modric.

„Sjáum til ef ég spila einn daginn þar en ég get ekki talað um þetta því ég er leikmaður Real Madrid. Ég er að njóta þess að spila þar og eins og staðan er núna þá er framtíð mín þar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner