Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 13. nóvember 2019 16:38
Elvar Geir Magnússon
Tosun meiddur - Ekki með gegn Íslandi og Andorra
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki mæta liðsfélaga sínum, Cenk Tosun, þegar Ísland og Tyrkland eigast við á morgun.

Þær fréttir voru að berast úr herbúðum tyrkneska liðsins að þessi sóknarmaður Everton hafi orðið fyrir meiðslum.

Hann verður ekki með í leiknum á morgun og heldur ekki í leiknum gegn Andorra.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á morgun og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.
Athugasemdir