Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd með uppalinn leikmann í hóp í 4000 leiki í röð
Marcus Rashford er uppalinn hjá Manchester United.
Marcus Rashford er uppalinn hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Leikur Manchester United og Everton á sunnudag verður sögulegur en þá verður United með uppalinn leikmann í leikmannahópi sínum í 4000. leiknum í röð.

Í gegnum tíðina hefur Manchester United skilað mörgum mjög öflugum leikmönnum upp í gegnum unglingastarfið og í hverjum einasta leik síðan 1937 hafa einhverjir uppaldir leikmenn verið í hópnum.

Tom Manley og Jackie Walsall voru uppaldir í hóp gegn Fulham árið 1937 og síðan þá hafa uppaldir leikmenn spilað stórt hlutverk hjá félaginu.

Sir Matt Busby vildi spila ungum uppöldum leikmönnum á sínum tíma og á Sir Alex Ferguson spilaði frægri kynslóð leikmanna í aðalliðinu á sínum tíma.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United í dag, hefur einnig veðjað á unga og uppalda leikmenn og í 18 manna hópnum gegn Manchester City um síðustu helgi voru sjö uppaldir leikmenn.

Það er ekki bara Manchester United sem hefur notið góðs af unglingastarfi félagsins því leikmenn þaðan hafa einnig spilað með öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Á síðasta tímabili spiluðu 20 uppaldir leikmenn United í úrvalsdeildinni samtals 27 þúsund mínútur. Það er langmest úr einu unglingastarfi eða 10 þúsund mínútum meira en uppaldir leikmenn Tottenham gerðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner