Heimild: Bold.dk
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, meiddist þegar liðið tapaði gegn Porto í gær í Evrópudeildinni
Hann lenti í samstuði við Ousmane Diao, varnarmann Midtjylland og Samu Aghehowa, framherja Porto og var sárþjáður. Það sást greinilega að höndin var stokkbolgin þegar hann gekk af velli í kjölfarið.
Hann lenti í samstuði við Ousmane Diao, varnarmann Midtjylland og Samu Aghehowa, framherja Porto og var sárþjáður. Það sást greinilega að höndin var stokkbolgin þegar hann gekk af velli í kjölfarið.
Elías hefur átt gott tímabil með Midtjylland eftir að hafa verið á láni hjá portúgalska félaginu Mafra á síðustu leiktíð. Midtjylland er í 2. sæti dönsku deildarinnar með jafn mörg stig og topplið FCK.
„Hann hélt sjálfur að hann gæti verið brotinn, ég ætla ekki að giska á hvað hann gæti verið lengi frá en við erum auðvitað sorgmæddir yfir þessu. Hann hefur átt frábært tímabil og þess vegna erum við svekktir ef hann þarf að vera lengi," sagði Thomas Thomasberg þjálfari Midtjylland um Elías.
Athugasemdir