Liverpool er með í baráttunni um Alphonso Davies frá Bayern Munchen, það verður nóg að gera hjá Manchester City í janúar og Miguel Gutierrez hjá Girona er undir smásjá Manchester United. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Nokkur stór félög í Evrópu hafa sýnt Alphonso Davies (24), bakverði Bayern Munchen og Kanada, áhuga. Þar á meðal eru Liverpool, Real Madrid og Barcelona. (Athletic)
Manchester City hefur komist að þeirri niðurstöðu að félagið þarf að kaupa leikmenn í janúar eftir erfiðan kafla síðustu vikur. Það er líklegt að City kaupi 4-6 leikmenn í næstu tveimur gluggum. (Telegraph)
City vill fá Pepelu (26) miðjumann Valencia til að hjálpa til í fjarveru Rodri. (Estadio Deportivo)
Arsenal gæti misst Thomas Partey (31) frítt i burtu næsta sumar. (Mirror)
Carney Chukwuemeka (21), sóknarmaður Chelsea, er á blaði hjá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. (Football Insider). Hann er einnig orðaður við lán til Celtic (Daily Record).
Richarlison (27) mun hafna tækifærinu til að fara til Fluminense því hann vill sanna sig hjá Tottenham. (TNT Sports)
Man Utd vill fá Miguel Gutierrez (23) varnarmann Girona til að fjölga kostunum í vinstri bakverði. (TeamTalk)
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, lítur einungis á níu leikmenn í hópnum sem óseljanlega. Bruno Fernandes (30) og Alejandro Garnacho (20) eru á meðal þeirra sem gætu verið seldir. (Mail)
Newcastle fylgist með Maghnes Akliouche (22) vængmanni Mónakó. (iPaper)
Tottenham fylgist með Andy Diouf (21) eftir góða frammistöðu hans með Lens. (GiveMeSport)
Spurs skoðar möguleikann á því að kalla varnarmanninn Ashley Phillips (19) til baka úr láni frá Stoke í janúar. (Standard)
Wolves gæti þurft að selja leikmann í janúar til að koma í veg fyrir brot á fjárhagsreglum (PSR) úrvalsdeildarinnar. (Football Insider)
Dan Ashworth sem var látinn var fara frá Man Utd á dögunum gæti komið inn í hlutverk Edu hjá Arsenal. Roberto Olabe hjá Real Sociedad kemur einnig til greina sem næsti íþróttastjóri Arsenal. (Mail)
Crystal Palace vill fá þrjá leikmenn frá Lyon. Ernest Nuamah (21), Rayan Cherki (21) og Sael Kumbedi (19) eru á lista. (TBR)
Victor Lindelöf (30) er á blaði hjá AC Milan og fleiri félaga í Serie A. (TeamTalk)
Real Madrid fylgist með Lisandro Martínez og Diogo Dalot hjá Man Utd fyrir janúargluggann. Joshua Zirkzee er orðaður við Napoli. (Sun)
Athugasemdir