Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   fös 13. desember 2024 23:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Valladolid vann baráttu botnliðanna
Mynd: EPA
Valladolid 1 - 0 Valencia
1-0 Anuar ('20 )
Rautt spjald: Juanmi Latasa, Valladolid ('78)

Valladolid og Valencia áttust við í spænsku deildinni í kvöld en þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar.

Anuar skoraði eina mark leiksins fyrir Valladolid þegar hann nýtti sér vandræðagang í vörn Valencia. Það var eina skotið sem Valladolid átti á markið en Valencia nýtti svo sannarlega ekki yfirburðina.

Juanmi Latasa, sóknarmaður Valladolid, var aðeinis búinn að vera inn á í sjö mínútur þegar hann gaf Cesar Tarrega olnbogaskot í bringuna og fékk að launum rautt spjald.

Valencia hefur tapað þremur leikjum í röð og er komið á botn deildarinnar en Valladolid er tveimur stigum á undan en hefur spilað tveimur leiikjum meira.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 14 11 1 2 39 16 +23 34
2 Real Madrid 14 10 3 1 29 13 +16 33
3 Villarreal 14 10 2 2 29 13 +16 32
4 Atletico Madrid 14 9 4 1 27 11 +16 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 14 6 2 6 13 15 -2 20
8 Athletic 14 6 2 6 14 17 -3 20
9 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
10 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
16 Mallorca 14 3 4 7 15 22 -7 13
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
20 Oviedo 14 2 3 9 7 22 -15 9
Athugasemdir
banner