Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 13. desember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn City vildu fara en fengu það ekki
Mynd: Getty Images
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Manchester City á tímabilinu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum.

Liðið tapaði 2-0 gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudaginn en stuðningsmenn enska liðsins sem mættu á heimavöll Juventus fengu nóg.

Weston McKennie kom Juventus í 2-0 á 75. mínútu eftir að Dusan Vlahovic hafi komið liðinu yfir snemma í seinni hálfleik.

Stuðningsmenn City voru þá búnir að sjá nóg og ætluðu sér að yfirgefa leikvanginn. Ítalirnir tóku það hins vegar ekki í mál en þeir fengu þau skilaboð í gegnum kallkerfið að þeir mættu ekki yfirgefa völlinn.

Þeir reyndu aftur undir lok leiksins án árangurs.

Man City er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í úrvalsdeildinni en City fær Man Utd í heimsókn í grannaslag á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner