Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. janúar 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Faðmlög og fimmur kalla á krísufundi
Manchester United fagnar sigurmarki Paul Pogba.
Manchester United fagnar sigurmarki Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin óttast að bresk stjórnvöld muni bregðast illa við ef leikmenn fara ekki eftir fyrirskipunum vegna sóttvarna.

Covid-19 faraldurinn hefur leikið Bretlandseyjar virkilega grátt og búið er að gefa þær fyrirskipanir til leikmanna að þeir eigi að forðast það að faðmast og gefa „fimmur" þegar mörkum er fagnað.

Talað hefur verið fyrir daufum eyrum því bæði Manchester liðin og Sheffield United eru meðal liða sem hafa fagnað mörkum sínum með eðlilegum hætti.

Enska úrvalsdeildin hefur ákveðið að funda með fyrirliðum og knattspyrnustjórum um sóttvarnareglur.

„Við munum fylgja nýju reglunum en þegar einhver skorar mark þá er er ég ekki viss um að menn geti haft stjórn á sér og sleppt því að fagna," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner